12. september 2001

Á morgun ætlum við að halda upp á afmæli frumburðarins. Hann fæddist að vísu daginn eftir 11. september og það er skrítið til þess að hugsa að fyrir 7 árum var ég rúmlega 120 kíló - man ekki töluna. Með meðgöngueitrun - neðri mörk blóðþrýstingsins yfir 100  og ég í mikilli vanlíðan, vegna þess að ég þurfti að liggja inni á kvennadeild, en gat ekki verið heima að undirbúa komu þessa litla gullmola. Það átti að setja mig af stað þann 11. sept, en það voru ansi margar sem fóru af stað þann dag, þannig að það var ákveðið að láta mig bíða þangað til 12. september. Ég var alveg sátt við það og ég eiginlega vildi bara hætta við að eignast barn í þennan ljóta heim. En þann 12. september 2001 fengum við þennan gullfallega dreng í fangið og ég gleymdi samstundis hörmungunum í USA (en það varði svo sem ekki lengi). Það er ekkert sem ég hef upplifað fallegra en að eignast strákana mína tvo. Þeir eru bestu strákar í heimi og ég er svo þakklát fyrir að fá að vera með þeim. Ég man að ég sat oft með frumburðinn í fanginu og var að spjalla við hann með tárin í augunum af þakklæti yfir því að fá að hafa hann hjá mér. Ég veit svo vel að það er alls ekki sjálfsagt að eignast börn og ég veit líka svo vel að það er ekki sjálfsagt að allt gangi að óskum. Ég er svo óskaplega þakklát fyrir strákinn minn. Hann hefur gefið mér svo margt og kennt mér svo margt. Stundum endurspeglar hann mig svo mikið að það hræðir mig. Hann erfði ákveðna "galla" frá mér og mínum, en ég held að það sé bara verkefni sem ég þarf að vinna með og ég er bara heppnasta mamma í heimi.

Á morgun ætlar hann að bjóða bekknum sínum og nokkrum vinum. Hann langaði helst til að bjóða öllum árganginum og mömmu hans langaði líka til þess, en það þýddi að það yrðu 45 börn í húsinu og það er líklegast ekki ráðlagt. En við komust að þeirri niðurstöðu að það er nóg að hafa 25 börn, þó það sé leiðinlegt fyrir þá sem fá ekki að koma. Úff það er sárt, því hann er svo vinamargur og það eru margir í hinum bekknum sem hann leikur við og vildi bjóða. Ein meira að segja hringdi og grátbað um að fá að koma. En við verðum að hafa hömlur á okkur og það er erfitt fyrir mig hömluleysuna. 

Jæja, verð að fara að koma mér í rúmið ef ég á að höndla morgundaginn.

Eigið yndislegan dag. Knús


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Falleg færsla  

Það hafa einmitt svo margir í kringum mig átt í erfiðleikum með að eignast barn að ég trúði því varla að það væri hægt án þess að standa í "veseni".  Svo fékk ég 2 á einu bretti, made at home   Allt gekk eins og í draumi og strákarnir mínir fullkomlega heilbrigðir og svo hraustir.  Ég var svolítið lengi í viðbragðsstöðu fyrir því að eitthvað kæmi upp á... trúði því varla að þetta ætti bara að ganga svona vel   Alveg yndislegt en svo sannarlega ekki sjálfgefið.

Til hamingju fyrirfram með flotta strákinn þinn.  Gangi þér vel í afmælisstússinu í dag og þú dugleg með hömlurnar 

Sykurmolinn, 11.9.2008 kl. 11:17

2 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með drenginn...

Helga Dóra, 11.9.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Innilega til hamingju með afmælisprins morgundagsins.... skil þig með þakklætið, það er svo gott að læra að vera þakklátur fyrir allt það dýrmæta sem maður á :-)

KNÚS OG KRAM

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:20

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Til hamingju með frumburðinn þinn elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:22

5 Smámynd: Brussan

Stórt knú til þín, þú ert frábær, til hamingju með strákinn

Brussan, 11.9.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband