Klukk!!!

Mér var bent á að ég hafði verið klukkuð og ætti að gera eitthvað í því, hérna kemur það þá.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  1. - Mál og menning
  2. - Kópavogshæli
  3. - Sambýli
  4. - Greiningarstöð


Fjórir staðir sem ég hef búið á

  1. - Maríubakki
  2. - Fljótasel
  3. - Lorettostrasse
  4. - Grjótasel

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  1. - Sound of music
  2. - Dirty dancing
  3. - Pretty woman
  4. - Sex and the city

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

-

  1. - Friends
  2. - House
  3. - Ally Mcbeal
  4. - Rescue me

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  1. - New York
  2. - Castel diSangro
  3. - Sönderborg
  4. - Basel

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega, fyrir utan blogg

 Ég er víst í heiðarleikaprógrammi, þannig að ég verð að viðurkenna að ég skoða ekki fjórar síður á dag en þær sem ég skoða oftast eru:

  1. - mbl.i
  2. - vedur.is
  3. - greining.is
  4. - facebook.com


Fernt sem ég held upp á matarkyns

  1. - Butternut squash
  2. - Kjúklingur
  3. - Gulrótarsnakk
  4. - Xylitol :D


Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  1. - AA bókin
  2. - Tuttugu og fjögura stundabókin
  3. - Behavioral Intervention for young children with autism
  4. - Dagbókin mín

 

Ég klukka svo... daddaramm....:

  1. - Súpermömmu
  2. - Sykurmolann
  3. - Hafrúnu
  4. - Bobbu


Var klukkuð af Habbý.... hún þarf að segja 4 hluti um mig!


Haustið komið

Já ég held að haustið hafi formlega byrjað í nótt þegar það tók að hvessa. Fór í vinnuna í morgun og þurfti að fara í IKEA og á leiðinni úr IKEA fuku myndirnar sem ég hafði keypt af kerrunni og ég þurfti að hlaupa á eftir þeim í rigningunni og rokinu og redda þessu, kom svo með dótið í vinnuna og var að reyna að bera það inn án þess að kjóllinn færi allur upp um mig, en það gekk frekar erfiðlega. Kjóllinn vildi bara fjúka upp og samstarfsmaður minn stóð inni og fylgdist með mér (en bauðst að sjálfsögðu ekki til að hjálpa) því þetta var svo fyndin sjón. Allavega allt komst inn, en ein myndin skemmdist :(

Þegar ég var á leiðinni heim ákvað ég að sækja skólastrákinn minn því ég vildi ekki láta hann labba heim. Og svo sótti ég leikskólastrákinn minn bara strax líka, því mig langaði bara til þess að komast heim og vera heima. Og ég er búin að vera heima síðan 3 sem er dásamlegt. Búin að ryksuga og prjóna og prjóna og prjóna og prjóna (það þýðir að það er komið haust hjá mér).  Er núna með 5 börn í húsinu, tvo naggrísi, einn hund og einn karl. Ótrúlega heppin.

Velti því fyrir mér hvað ég eigi að prjóna næst. Var nefninlega að klára inniskó sem ég á eftir að þæfa - hef aldrei þæft, en hlakka til að sjá hvernig það kemur út á morgun. Er núna að reyna að ákveða mig hvað ég ætla að prjóna næst og er komin að niðurstöðu held ég barasta núna. Ætla að prjóna þetta.

Jæja vonandi eigið þið yndislega helgi framundan. Ég veit allavega að mín verður það ef ég leyfi henni það. Vakna með fullt af krökkum í fyrramálið, förum svo í barnaafmæli, foreldradjamm og afslöppun.  Knús.


Sætust

img_2076.jpg

img_1947_652394.jpg


Letidagur

Vá hvað það er hægt að vera latur og gera ekki neitt. Ég er eiginlega búin að vera í rúminu þangað til fyrir 2 tímum og það hef ég bara ekki gert í 7 ár. Nema þegar ég hef verið mjöööööööööög veik.

Fór á ball í gær ofsalega gaman að fara út með vinkonum sínum, en ég var ekki alveg að sætta mig við það hvað hljómsveitin gerði við lögin sín - en þeir stjórna þessu víst og ég fór þess vegna bara heim um hálf fjögur og var ótrúlega sátt. Gaman að geta farið svona út og verið bara alveg sama um allt, ég þurfti ekki að fá viðurkenningu frá neinum um það að ég væri fín, ég var ekkert að spá í hvað fólki fannst um hvernig ég dansaði, ég bara var þarna og gerði eins og mig langaði að gera. Ég fór meira að segja út á dansgólfið þó það væri ekki troðfullt og það var möguleiki á að einhver gæti horft á mig. Þetta er sigur.

Fór að fylgjast með brósanum mínum í gærmorgun í 10 km hlaupinu og var að kafna úr monti yfir því að hann væri að gera þetta. Hugsaði á leiðinni niðureftir - ég ætti kannski að stefna að þessu næsta ár. Fór svo og horfði á hlauparana og hugsaði bara - nei ég sleppi því bara. En eitt er víst, ég VERÐ að fara að styrkja mig eitthvað, ég er orðin svo hrikalega mikill aumingi get varla opnað Pepsi MAX - eða það eru kannski fullmiklar ýkjur, en engu að síður ég bara verð.

Fór svo að rifna úr stolti yfir strákunum mínum tveimur í Latabæjarhlaupinu - annar hljóp sjálfur í fyrsta skipti og ég að deyja úr monti yfir honum. Hinn hljóp með pabbanum sínum og drukknaði næstum því í rigningunni. En þeir eru algjörar hetjur allir 3. Dýrka þá og dái.img_2260.jpg

Jæja ætla að fara að elda góðan mat fyrir tengdó. Síjú leiter. img_2277.jpg


Síðasta vika í sumarfríi

Jæja núna er síðasta vikan af 7 í sumarfríi - ég er búin að vera í þvílíkt geggjuðu sumarfríi að ég eiginlega kemst ekki yfir það. Búin að fara til Ítalíu og Englands, búin að fara í hvalaskoðun, 2x í Stykkishólm, hitta vini, bjóða fjölskyldu mannsins heim, fara í brúðkaup og afmæli, vera með strákunum mínum, taka til í þvottahúsinu, herbergjum drengjanna, skápum og bara hafa það hrikalega gott í alla staði. Þetta hefur mér allt tekist í fráhaldi.  Geggjað. Er svoooo þakklát fyrir það, vona bara að lífið haldi áfram að vera gott.

Það eru ótrúlega mikil forréttindi að fá að geta verið svona heima og heiman með börnunum sínum yfir sumarið og notið þess í tætlur. óóó vá hvað ég er eitthvað músí músí væmin núna. Ég er bara svo ánægð með hvernig þetta hefur verið í sumar og ég viðurkenni alveg að ég er með smá kvíðahnút í maganum yfir að vera að fara að vinna - líklegast hefur þetta frí verið of langt. En ég hlakka samt alveg hrikalega mikið til að hitta öll börnin mín í vinnunni og þá sem þeim tengjast og ég hlakka líka mikið til að hitta samstarfsfólkið mitt - þannig að ég veit ekki alveg af hverju ég er með hnútinn. Líklega bara vegna þess að ég veit að ég þarf að taka mig á í því að segja "nei" í vinnunni. Það er minn veikleiki. Ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég geti ekki gert hluti, og hætta að vinna heima á kvöldin. En það er nú ágætt að maður hafi einhver verkefni er það ekki??' Nei ég bara spyr.

 


Ég bara verð

Ég var að skoða þessa frétt og bara verð að tjá mig aðeins. Miðað við tölur frá Hagstofu  Íslands í dag þá voru Íslendingar 316.252 1. apríl síðastliðinn og samkvæmt fréttinni stefnir í að 400  manns sæki um að fara í offitumeðferð á Reykjalundi á árinu. Hvað er í gangi???  Við erum ekki að tala um næstu 10 ár heldur bara á þessu ári. Úfff það er svo sárt að sjá þetta. Sérstaklega þegar maður hefur verið á þessum stað að vera að hugsa um að fara í aðgerðina. Ég var meira að segja að spá í að éta mig upp í 180 - 190 kíló bara svo ég gæti "notið" þess aðeins lengur að borða og fara svo bara í aðgerð.

Já ég er með klikkaðan koll, sem hefur látið mig gera ótrúlega hluti í tengslum við mat. Ég hef étið á mig gat og haldið áfram að borða og passað að þurfa aldrei að finna tilfinningar. Þegar ég var sem verst hafði ég ekki skoðanir á neinu og vissi ekki hvernig mér leið gagnvart einföldustu hlutum. Ég hló aldrei að myndum og var bara skelfing dofin. Ég borðaði á meðan ég var að elda, ég borðaði matinn sem ég eldaði og ég borðaði á meðan ég var að ganga frá. Síðan settist ég upp í sófa með sætindi, því ég var búin að vera svo ósköp dugleg að ganga frá. Ég verðlaunaði mig með sætindum og ég braut mig niður með sætindum, ég gladdist með sætindum og ég syrgði með sætindum. Ég er hömlulaus sykurfíkill. Í dag veit ég að ég get ekki læknast. Ekki heldur þó ég grennist, hvort sem ég geri það með aðgerð eða með því að gera það sem ég geri í dag. Ég veit að ég get haldið þessu í skefjum með því að halda mig frá sykri og öðrum efnum sem valda mér fíkn og vigta og mæla þrjár máltíðir á dag og borða EKKERT á milli mála. En vá hvað það var erfitt að komast að þessari niðurstöðu og það var rosalega erfitt að þurfa að líta á þetta til frambúðar, en ekki bara megrun í smá tíma.

Ég hef alltaf vitað lausnina við þessu, bara borða minna og hreyfa mig meira. Það virkar alveg fyrir suma, en það virkaði ekki fyrir minn veika haus, því um leið og ég var búin að hreyfa mig þá bara varð ég að verðlauna mig með því að borða eitthvað sem mér þykir ógeðslega gott.  Ég var einu sinni á átaksnámskeiði og ætlaði sko að standa mig rosalega vel. Það var miðað við að ég fengi mér 1500 kaloríur á dag og þið megið geta hvað mín gerði. 

 

 

Nú auðvitað borðaði ég bara 3 súkkulaðistykki á dag og drakk svo sykurlaust gos, því það eru bara 5 kaloríur í hálfum lítra.  Hí hí, ég veit að ég er rugluð.

En í dag er ég búin að losna við  44 kíló frá því að ég var þyngst og mér tókst það með því að vigta 3 máltíðir á dag og borða ekkert á milli mála. En mér tókst það samt meira af því að ég er í frábærum félagsskap fólks sem skilur mig og er eins og ég. Það er enginn að dæma mann fyrir það sem maður hefur étið á sig. Það er enginn að segja, þú barasta verður að hreyfa þig meira og borða minna. Það skilja allir mann þarna og það er bara geggjað. En mér tókst það samt mest af því að ég fór að vinna í sjálfri mér í 12 sporunum og finna minn æðri mátt - sem hefur eiginlega aldrei verið partur af mínu lífi, því ég hef bara verið svona passlega trúuð.

Jæja núna verð ég að hætta þessu. Ég ætlaði bara aðeins að tjá mig. 


mbl.is Metaðsókn í offitumeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunarmannahelgin búin

já nú er farið að síga á seinnihluta sumarsins. Það er einhvernveginn þannig hjá mér að þegar verslunarmannahelgin er búin, þá finnst mér sumarið alltaf vera að verða búið. Það er farið að dimma meira og meira. En það sem huggar mig er nú að það er ennþá eftir Gay Pride, sem mér finnst alltaf rosalega gaman að fylgjast með og svo er það Menningarnóttin sem getur verið gaman að fara á, nú eða Danskir dagar í Stykkishólmi.

En allavega svona svo ég segi ykkur frá því sem var þess valdandi að við þurftum að fara á spítalann með frumburðinn.  Þannig var mál með vexti að þegar við vorum búin að fara í London Eye, þá fórum við með lest í áttina að dýrgarðinum og ætluðum síðan að tala leigubíl frá lestarstöðinni í dýragarðinn, en það vildi ekki betur til en svo að þegar við hoppuðum inn í leigubílinn, þá setti sá eldri fingurna í falsinn og mamma hans var svo mikið að flýta sér að loka því við vorum úti á miðri götu og skellti á þrjá fingur. Það heyrðust bara ískrandi öskur út um allan bíl og það tók mig smá tíma að átta mig á því hvað væri að gerast og svo tók það mig ennþá lengri tíma að átta mig á því hvernig ætti að opna þennan blessaða leigubíl aftur, því það var eitthvað plast fyrir opnaranum og ég reyndi að ýta niður en það virkaði ekki og svo loksins fattaði ég að það átti að toga upp. Þá kippti barnið náttúrulega fingrunum til sín og ég þorði varla að kíkja - hélt að fingurnir væru farnir af. Þá kom að smiður sem hafði setið úti á tröppum þarna rétt hjá og hann spurði hvort okkur vantaði sjúkrakassa og ég sagði bara já án þess að vita hvernig staðan væri. Svo kom hann með sjúkrakassann og ég eiginlega vissi ekkert hvað ég ætti að gera horfði bara á fingurna á barninu sem voru bláir og bólgnuðu ört. Það eina sem mér datt í hug var að fá eitthvað kalt. Smiðurinn spurði bílstjórann hvort hann vildi ekki bara keyra okkur upp á spítala, en blessaður gamli karlinn sem var mjög nálægt grafarbakkanum gat ekki hreyft sig og sagði bara "ég get ekki keyrt með svona öskrandi barn" og hann sagði eitthvað meira, en ég varð svo reið að ég skipaði öllum út úr bílnum og smiðirnir buðu okkur inn í húsið (sem var NB 5 milljón punda hús - þeir sögðu okkur frá því bara svona til að geta gert söguna skemmtilegri þegar við færum að segja frá þessu) og þar fengum við að láta renna kalt á fingurna og búa um þá. Síðan tókum við sem sagt ákvörðun um að fara með hann upp á spítala, því það gæti eitthvað verið brotið, en eftir að við vorum búin að bíða í 1 og hálfan tíma þar, þá var ég komin á þá skoðun að það væri allt í lagi með fingurna - sem reyndist rétt greining hjá mér. Ég reyndi nokkrum sinnum að fá að fara, því ég vildi ekki vera að eyða tíma læknanna, en okkur var haldið fast þarna inni, þangað til við hittum lækninn sem talaði við okkur í ca mínútu og komst að sömu niðurstöðu og ég. Sem betur fer. ÚFFFF þetta var hræðilegt en endaði svo ósköp vel og fingurnir eru allir á. Við höfðum bara klukkutíma til þess að fara í dýragarðinn og við tókum þetta bara á hlaupum og skoðuðum merkilegustu dýrin að okkar mati. Strákarnir greyin voru ekkert búnir að borða, en stóðu sig eins og hetjur -  meiri skemmtiferðin þetta. Nú eftir að dýrgarðinum var lokað, fórum við á Pizza Hut og við fengum öll eitthvað gott í gogginn. Síðan reyndum við að finna leikföng handa hetjunum okkar tveimur sem gengu um Oxford stræti án þess að segja múkk. Ég fæ ennþá illt í magann að hugsa um þennan dag, en er samt svo þakklát fyrir að þetta fór svona vel.

En síðan við komum heim erum við búin að fara í mat til mömmu og pabba og  fara í eina útilegu, sem við fórum í bara strax daginn eftir að við komum heim og það var bara æðislegt. Þar hittum við vini okkar og nutum þess í tætlur að vera til og eiga góða vini. Í dag er ég svo búin að vera að þvo þvott, þrífa ísskápinn og ruslaskápinn (sem ég ætlaði að gera áður en ég fór út), baka með yngri stráknum og núna er ég bara í afslöppun og ætla að hætta að vera í tölvunni og leyfa frumburðinum mínum að leika sér í tölvunni.

Ætla að mæta á fund í kvöld. Hef ekki farið á fund í mánuð og það er allt of langt síðan. Hlakka hrikalega mikið til að hitta allar gellurnar þar og kannski einhverja gæja :D

 


Home sweet home

Ég er komin heim úr yndislegasta sumarfríi ever. Er búin að vera með fjölskyldunni minni núna í 3 vikur samfleytt - og langar bara í meira.

Er búin að ferðast um Ítalíu, vera með tengdamömmu minni og fjölskyldunni hennar og hún er búin að dekra við okkur út í eitt og gefa okkur allt of miklar gjafir, og elda fullt fullt af grænmeti fyrir mig og allt. 

Ætla bara að segja núna áður en ég fer að sofa að það er hægt að vera í fráhaldi á Ítalíu þó það fáist ekki hveitikím og sykurlaust gos þekkist varla á þessum afskekktu stöðum sem ég var á. Ég er ennþá að undrast á því að ég skuli ekki hafa sagt bara - "æi ég tek mér bara pásu á meðan ég er í fríi" -  en það kom bara 2 upp í huga minn, í fyrra skiptið í upphafi ferðarinnar og þá var ég búin að sjá fram á að hveitikímið myndi endast stutt og það var hvergi hægt að fá sykurlaust gos nálægt húsinu.  Í annað skiptið var í London í gær - á bráðamóttökunni með eldri strákinn. En það endaði sem betur fer allt vel og ég er ennþá í fráhaldi eftir 20 daga ferðalag með næstum ekkert hveitikím og ég fékk PEPSI MAX í fyrsta skipti í gær á þessum 20 dögum. Það er allt hægt í fráhaldi og með trúnni á æðri mátt.

Hafið það sem allra allra best dúllurnar mínar og ég þakka kærlega fyrir kveðjurnar. Hlakka til að hitta ykkur.

img_4731b.jpgimg_4741a.jpgHérna koma 2 myndir sem brósinn minn var að senda mér af strákunum mínum.


Ferðin til Toscana og BRUNI og BIT- áááá

Hæ hó, ég er hér í GEÐVEIKU húsi í Toscana og það er æðisleg sundlaug og allt alveg geggjað, nema hvað, mér tókst í gær að brenna mig á bakinu og maganum (sem NB hefur aldrei séð sól áður). Núna verð ég bara að vera inni eða undir sólhlífunum því ég meiði mig ef sólin skín í gegnum bolinn á brunann. Frown En annars er allt búið að vera æðislegt eftir að við komum til Toscana. Ferðin hingað gekk upp og ofan. Lögðum af stað kl. 5:15 á föstudagsmorguninn. Flugið til Stansted gekk að sjálfsögðu mjög vel, við fórum í Bishops eitthvað, bæ sem er rétt hjá Stansted og fórum þar í keilu, því okkur fannst frekar rigningarlegt. Svo komum við út á völl og tékkuðum okkur inn á flugið til Forli, en þá kom í ljós að við máttum ekki vera með svona þunga tösku (hún var nefninlega 30 kg), og hver taska má bara vera 15 kg hjá Ryanair. En við vorum að reyna að komast af með 2 töskur og tróðum því öllu í þær. En allavega ég tók þá matartöskuna mína úr og setti hana sér og það var næstum því 10 kg. En það sem verra var að ég tók snyrtitöskuna í handfarangur og fattaði náttúrulega ekki að það væri vökvi í henni, fyrr en við komum að eftirlitinu (ég var orðin mikið sveitt og pirruð þarna - búin að bíða svo lengi í röðinni eftir tékkinninu). Síðan var leitað nánast allstaðar á mér að utan því hliðið pípti og líka á eldri gaurnum. Og svo var bakpokinn minn tekinn í öreindir, því þau höfðu séð eitthvað í honum og viti menn, ég var með tvo vatnsbrúsa (með íslensku vatni) sem ég var búin að gleyma og svo var ég með rjómaost, sem ég fattaði ekki að væri vökvi.  En konan var sem betur fer svo hrikalega almennileg að hún  tæmdi brúsana fyrir okkur, því ég var að lýsa deginum okkar fyrir henni og að ég væri bara hætt að hugsa rökrétt.

Inni í fríhöfninni vorum við svo bara í rólegheitum, vélinni seinkaði um klukkutíma. Ég fór og keypti vatn og gos og tyggjó :D og svo fórum við að rölta út  að rananum, en þá sá ég snakkið sem ég má borða og ætlaði að kaupa það en viti menn ég hafði gleymt kortinu mínu þar sem ég keypti vatnið og allir áttu að fara inn í vélina um leið og farþegarnir sem voru að kom væri farnir úr henni. Þeir síðustu voru að ganga frá borði þegar ég stökk af stað að ná í kortið mitt. Og þökk sé fráhaldinu mínu gat ég hlaupið dágóðan spotta af leiðinni, hlaupið upp stigana og ég náði að komast báðar leiðir á skömmum tíma. Þannig að það má eiginlega segja að æðri mátturinn og fráhaldið hafi virkað vel þarna, því ég hefði að sjálfsögðu ekki verið að kaupa þetta snakk nema vera í fráhaldi og þá hegði ég náttúrulega ekki fattað að mig vantaði kortið. HJÚKKET.

En svo vorum við komin út í vél og þá var okkur tilkynnt það að við fengjum ekki að fara í loftið fyrr en eftir 1 og hálfan klukkutíma. Allt í lagi, strákarnir voru bara að brjálast úr þreytu og þeir hlytu nú að geta sofnað - eða ekki.   Nei þeir vöktu eiginlega allan tímann. Nú þegar við vorum að nálgast Forli, þá var okkur tilkynnt að það væri búið að loka flugvellinum og við þyrftum að lenda á Rimini. ÚFFFFFFFFFFF, ég var nú alveg að missa þolinmæðina, en hugsaði mér að það myndi ekkert hjálpa okkur að ég yrði pirruð og fúl yfir þessu. Strákarnir mínir yrðu ekkert minna þreyttir þó ég yrði pirruð og fúl og myndi kvarta í flugþjónunum eins og margir Ítalanna gerðu. Þannig að við hjónin tókum bara æðruleysið á þetta. Litli guttinn fann sér félaga í vélinni sem heitir Davis og þeir voru ótrúlega góðir saman þó þeir skildu hvor annan ekki neitt, en ég tók að mér að þýða fyrir þá. Í rútunni frá Rimini til Forli sofnuðu svo báðir strákarnir loksins og þeir sváfu af sér þegar við bárum þá í bílinn og úr bílnum inn á hótelið. Vöknuðu bara svaka hissa daginn eftir á hótelinu. En sælir og glaðir.

Við fórum þá í lestarferðina miklu til Toscana - tókum 3 lestir hingað og það gekk bara ótrúlega vel. Svo kom elskulegur brósinn minn að sækja okkur á lestarstöðina og við keyrðum í húsið  sem er bara nákvæmlega eins og myndirnar sýna. Það er bara æðislegt. Hérna erum við búin að vera og hafa það hrikalega huggulegt. Tímum eiginlega ekki að fara úr húsinu, því það er svo æðislegt.

Þegar við komum hingað þá sá ég að ég hafði gleymt sojabaununum mínum, helmingnum af kíminu mínu og sírópinu, en ég er samt í fráhaldi í dag og það hefur gengið alveg æðislega vel - þó mig hafi alveg langað til að geta farið út að borða í gær og ekki þurfa að hafa vesen á veitingastaðnum. En það var svo bara ekkert vesen. Ég var með texta á ítölsku yfir það sem ég er með "ofnæmi" fyrir og þeir barasta redduðu mér. - Bara æðislegt. 

En jæja, þetta var ferðasagan sem ég ákvað að setja hérna inn, því mig langar til að muna eftir þessu - efast um að nokkur hafi nennt að lesa þetta og ég skil það vel. En ég vona að þið hafið  það sem allra allra best. Knús frá Toscana.


Farin til Ítalíu

með 6 fetaostbrauð og 6 kímkökur.

Hafið það rosalega gott. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband